Vítamín og ógleði

22.01.2015

Ég prófaði aða taka inn töflur sem heita pregnacare, sem innihalda meðal annars fólisýru (folic Acid), en vil ekki taka þær því ég fæ svo hræðilega ógleði af þeim. Án þeirra verður mér aldrei óglatt. Er það útaf sýrunni? á ég að hætta að taka inn töflurnar?Heil og sæl, þegar verið er að taka vítamín er algengasta ástæðan fyrir ógleði sú að sum vítamín innihalda málmsölt sem geta valdið ógleði. Það getur vel verið skýringin í þínu tilfelli. Það er mjög sjaldgæft að fá ógleði af fólín sýrunni einni saman. Ég mundi ráðleggja þér að skipta yfir í hreina fólin sýru. Gangi þér vel.
 
Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
22. jan. 2015