Spurt og svarað

06. maí 2013

Bjúgur og óþægindi

Sæl,
Ég var að velta fyrir, ég er búin að vera fá svolítinn bjúg í framan og finn stundum fyrir miklum þrýsting frá hálsi og upp í haus. Einnig öndunarerfiðleikar, pirringur og svo sé ég "stjörnur" út um allt. Þetta fer alveg hrikalega í taugarnar á mér og svo er þetta alveg einstaklega óþægilegt. Hvað getur þetta mögulega verið ?Sæl!
Þú nefnir það ekki, en ég geri ráð fyrir að þú sért barnshafandi.
Ástandið sem þú lýsir gæti verið meðgöngueitrun, sem getur verið alvarlegt ástand. Það er svolítið erfitt að meta ástandið í svona fyrirspurn þar sem ég hef ekki allar þær upplýsingar sem þarf til að meta það vel. Þar sem þú lýsir alvarlegum einkennum væri gott fyrir þig að hringja á Meðgöngu og sængurkvennadeild Landspítala og lýsa líðan þinni fyrir þeim, ef til vill vilja þær fá þig í skoðun.
Að öllu jöfnu mælum við með að konur leiti strax í heilsugæsluna ef þær finna fyrir einkennum sem þú lýsir en þar sem heilsugæslan er lokuð þegar þetta er skrifað bendi ég þér á að hafa samband á Landspítalann.
Gangi þér vel.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. Maí 2013

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.