Voltaren emulgel á meðgöngu

29.09.2008

Hæ, hæ!

Ég er komin 15 og hálfa viku og er að drepast úr vöðvabólgu í öxlum sem valda höfuðverk og það frekar miklum.  Er í lagi að nota Voltaren Emulgel til að taka verstu verkina áðuren ég fer að sofa?

Takk takk, Ein slæm.


Komdu sæl.

Voltaren er bólgueyðandi lyf og þau ætti aldrei að nota á meðgöngu.  Krem og gel frásogast í gegnum húðina og geta því haft áhrif á barnið líka.  Þú skalt því ráðfæra þig við lækni áður en þú notar þetta á meðgöngunni.

Kveðja,

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
29. september 2008.