Vöðvakrampar

17.12.2007

Hæ og takk fyrir frábæran vef.

Ég er komin 22 vikur á leið og hef núna undanfarna morgna vaknað með mjög mikla vöðvakrampa í kálfunum. Tengist þetta eitthvað meðgöngunni? Er eitthvað sem ég get gert til þess að koma í veg fyrir þetta?


Sæl og blessuð!

Þetta hljómar líkt og sinadráttur. Skoðaðu þetta svar.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
17. desember 2007.