Spurt og svarað

08. maí 2015

Vöðvar

Var hjá lækni í dag sem segir að verkurinn sem ég er með vinstra megin í kúlunni/maganum sé út af vöðva sem er að slitna eða rifna. Hún leyfði mér að þreifa muninn á vinstri og hægri vöðva og var greinilegur munur. Verkurinn er stöðugur en ekki sár þegar ég er ekki að gera neitt en um leið og ég hreyfi mig kemur verkur, eins ef að krílið sparkar vinstra megin þá er það ótrúlega sárt. Er eitthvað hægt að gera annað en að taka verkjalyf til að stjórna sársaukanum sem fylgir þessu. Hefur þetta eitthver stórvægileg áhrif á meðgönguna? Verður þetta vandamál þegar að kemur að því að fara eiga? Finn ekki neitt um þetta þegar að ég reyni að googla þetta. Er þetta ekki frekar sjaldgæft?

 

Heil og sæl, við könnumst ekki við að vöðvar slitni og rifni á meðgöngu. Kviðvöðvar geta þó skilist aðeins frá hvor öðrum þegar kemur tog á þá en það á ekki að vera sárt heldur einungis að finnast sem hálfgerð dæld  á kvið. Okkur finnst líklegra að þú sért frekar með liðbandaverk eða einhverskonar tognun í vöðvanum. Þetta ætti ekki að hafa áhrif á meðgöngunni né í fæðingunni. Ég ráðlegg þér að prófa nudd eða hitapoka á svæðið og ræða þetta við ljósmóðurina þína í mæðravernd. Gangi þér vel.

 Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.