Yfirliðstilfinning

30.06.2010

Ég er komin 20 vikur á leið, og er í ágætri hreyfingu á hverjum degi. Labba á kvöldin og morgnanna.  Er mjög járnlítil en er að taka járn töflur á hverjum degi ásamt omega 3 fitusýrum og þorskalýsi.  Ég var að labba upp stiga í dag og ég fékk svona yfirliðatilfinningu eins og það væri að líða yfir mig ég heyrði í mínum eigin hjartslætti og var alveg að detta aftur fyrir mig. Fékk rosalegann höfuðverk eftir þetta og svitnaði mikið og leið alveg ótrúlega illa.  Mín spurning er þessi hvað getur þetta verið? 

Nína


Sæl Nína.

Sennilega hefur þetta verið blóðþrýstingsfall sem gerist gjarna á meðgöngu.  Konur eru misviðkvæmar fyrir þessu en ráðið er að borða vel og reglulega og drekka vel, vera jafnvel alltaf með vatn með sér.  Þetta kemur helst þegar konur hreyfa sig snögglega eða eru að breyta um stellingu en getur gerst eins og hjá þér hvar og hvenær sem er.  Það þarf bara að læra svolítið á þetta.

Gangi þér vel.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
30. júní 2010.