Zitromax

07.01.2009

Hæ, hæ!

Ég er í rosalegum vanda. Ég er með móðurlífsbólgu og er að taka inn Zitromax en gæti verið ólétt. Ég veit ekki hvað ég á að gera ef ég er ólétt og hvort Zitromax skaði barnið og hvort ég ætti þá á fara í fóstureyðingu?


Sæl og blessuð!

Zitromax er stundum notað á meðgöngu en samkvæmt upplýsingum í Sérlyfjaskrá á aðeins að nota þetta lyf á meðgöngu ef brýna nauðsyn ber til. Í Sérlyfjaskránni segir einnig: „Ekki hafa verið gerðar fullnægjandi vel stýrðar rannsóknir hjá þunguðum konum. Æxlunarrannsóknir á dýrum hafa sýnt að azitrómýsín fer yfir fylgju, en engin merki um fósturskaða hafa komið í ljós.“

Ég ráðlegg þér að hafa samband við þann lækni sem ávísaði þessu lyfi á þig því það er líka mikilvægt fyrir lækninn að vita af þeim möguleika að þú getir verið þunguð.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. janúar 2009.