Þarfir (Cravings) á meðgöngu

16.10.2007

Ég vil bara byrja á að þakka ykkur fyrir æðislegan vef. Er að eignast mitt fyrsta barn og er frekar ung þannig að ég veit ekkert rosalega mikið um meðgönguna og það hefur hjalpað mer mjög mikið að lesa herna inná :)

Mín spurning er svona:

Ég er komin 31 viku a leið og hef aldrei fundið fyrir neinni serstakri þörf (cravings) eins og sumar konur fá á meðgöngunni. Nuna fyrir 2 vikum byrjaði eg allt i einu að finna fyrir rosalegri þörf til að finna lykt af ýmsum efnum eins og naglalakki, tippexi, ýmsum hreinsiefnum og fleira.

Svo lengi sem það er sterk lykt af því :/ Kærasti minn er alveg dauðhræddur um að ég eigi eftir að skemma barnið bara og líkir þessu við að sniffa bensin eða lím :/ :s Getur það valdið heilaskaða hjá barninu ef eg held afram að þefa af svona?

Mig langar ekkert að gera það, það virðist bara vera ótrúlega erfitt að hætta þessu :S

Vildi lika bara koma því fram að eg er bara að þefa og finna lykt, eg ligg ekki yfir þessu og sniffa þetta allan daginn :$ ..

með fyrirfram þökk og von um snöggt svar


Komdu sæl.

Margar konur finna fyrir einhverri svona þörf hvort sem það er að þefa af einhverju eða borða eitthvað.  Þetta getur haft áhrif á þig og barnið þannig að best er að reyna að standast þessa þörf.  Sumir telja að þetta geti stafað af járnskorti svo þú ættir að ræða þetta við ljósmóðurina þína, sem vill kannski kanna blóðhaginn þinn.  

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. október 2007.