Spurt og svarað

20. nóvember 2006

Þreyta á meðgöngu

Sælar og takk fyrir góðan þráð.

Málið er að ég er komin rúmar 15 vikur og er alveg rosalega þreytt alltaf. Hélt að þetta myndi lagast um 12 vikurnar en það hefur ekki gerst.  Er að vinna frá 8-18 alla daga og aðra hverja helgi, kannski er það bara það, en þetta er farið að há mér ansi mikið í vinnunni.  Svo þegar ég er komin heim þá vil ég bara sofa og hef ekki orku í að gera neitt annað en að sitja í sófanum:) Gæti þetta tengst því að ég mældist með of háan blóðþrýsting í efri mörkum? Var ss 159/81.  Var reyndar ekki mæld hjá ljósmóðurinni minni, heldur í vinnunni þannig að ég hef ekki náð að spurja hana um þetta.  Eða er þetta alveg eðlilegt?

Komdu sæl.
 
Þreyta á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar er ósköp eðlilegt fyrirbæri.  Það er rosalega mikið að gerast í líkama þínum ein góð ljósmóðir líkti þessu við að vera í leikfimi 24 tíma á sólarhring 7 daga vikunnar og svo ertu að vinna líka!  Þó venjulega sé talað sé um fyrstu 12 vikurnar sem þessi þreyta varir þá getur hún varað allt upp í 16 - 18 vikur og lítið annað að gera en að hvíla sig eins mikið og hægt er.  Þetta gengur yfir.  Mér finnst ólíklegt að þetta tengist eitthvað blóðþrýstingnum hjá þér þar sem lægri mörkin eru ekkert of há.  Efri mörkin rokka frekar eftir því sem þú ert að gera t.d. ef þú ert nýbúin að vera að flýta þér eða mikið að gera þá geta efri mörkin mælst hærri en þau eru raunverulega.
 
Gangi þér vel.
 
Yfirfarið 29.10.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.