Þríhyrnd kúla

23.02.2015

Ég er gengin 26 vikur með 3 barn. Þegar ég sest upp þá verður bumban þríhyrnd rétt á meðan ég spenni magavöðvana, þetta er eitthvað sem ég man ekki eftir á hinum meðgöngunum. Er þetta eðlilegt og ekkert til að hafa áhyggjur af.


Heil og sæl, þessu þarftu alls ekki að hafa neinar áhyggjur af. Bumbur eru margskonar!! Gangi þér vel!

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
23.feb.2015