Þrístæður 13 og 18

27.05.2010

Sælar.

Ég er að velta fyrir mér hvort ég láti mæla hnakkaþykkt í 12 vikna sónar. Ég gæti ekki hugsað mer að eyða fóstri með Downs heilkenni en öðru máli gegnir um galla eins og þrístæðu 13 og 18 sem mer skilst að séu ólífvænleg fóstur. Er aukin hnakkaþykkt einnig til merkis um þessa galla eða fást líkur a þrístæðu 13 og 18 aðeins úr blóðprufu eða öðru merki í sónarskoðuninni en hnakkaþykkt?

Bestu kveðjur og með þökk fyrir góðan vef.Sæl!

Hnakkaþykkt er mæld til að reikna út líkur á þrístæðunum 13,18 og 21 (downs heilkenni). Hún getur verið aukin í öllum þessum þrístæðum og líka ef um hjartagalla eða þindarslit er að ræða. Við mælum með blóðprufu líka því þá fást upplýsingar um sömu litningagalla og að auki er hægt að reikna líkur á vaxtarseinkun seinna í meðgöngunni.  Ef kona velur þessa rannsókn og fær auknar líkur á fósturgalla, hefur hún alltaf síðasta orðið um áframhaldandi rannsóknir og áframhald meðgöngunnar.

Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir á fósturgreiningardeild,
27. maí 2010.