Þrívíddarsónar

11.08.2009

Sæl

Ég er að velta fyrir mér varðandi þrívíddarsónarinn sem er hægt að fara í Kópavogi. Er eitthvað vitað um skaðsemi hans? Er eitthvað búið að koma um þennan sónar frá landlæknisembættinu hérna heima? Veistu hvort þær séu með einhver tæki sem eru sterkari en þau sem að eru notuð í USA. Ég er búin að reyna að kynna mér þetta á netinu og á heimasíðu þeirra en það virðist eins og það sé ekkert talað um þetta.  Vona að ég geti fengið einhver svör frá ykkur.


Sæl

Þegar þrívíddarómun er gerð eftir 26 vikur, er hún ekki talin skaðleg. Það er aðeins hærri tíðni á hljóðbylgjunum sem notaðar eru við þrívíddarómun heldur en við tvívíddarómun og  því  aðeins meiri hiti sem myndast og þess vegna ekki talið heppilegt að skoða snemma í meðgöngu og ekki lengi í einu.

Kveðja,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
11. ágúst 2009.