Spurt og svarað

11. ágúst 2009

Þrívíddarsónar

Sæl

Ég er að velta fyrir mér varðandi þrívíddarsónarinn sem er hægt að fara í Kópavogi. Er eitthvað vitað um skaðsemi hans? Er eitthvað búið að koma um þennan sónar frá landlæknisembættinu hérna heima? Veistu hvort þær séu með einhver tæki sem eru sterkari en þau sem að eru notuð í USA. Ég er búin að reyna að kynna mér þetta á netinu og á heimasíðu þeirra en það virðist eins og það sé ekkert talað um þetta.  Vona að ég geti fengið einhver svör frá ykkur.


Sæl

Þegar þrívíddarómun er gerð eftir 26 vikur, er hún ekki talin skaðleg. Það er aðeins hærri tíðni á hljóðbylgjunum sem notaðar eru við þrívíddarómun heldur en við tvívíddarómun og  því  aðeins meiri hiti sem myndast og þess vegna ekki talið heppilegt að skoða snemma í meðgöngu og ekki lengi í einu.

Kveðja,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
11. ágúst 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.