Þrívíddarsónar

14.02.2007

Ég var að spá hvar fer maður í 3D sónar? Hvað kostar það? Ég og kærasti minn viljum ekki fá að vita hvaða kyn barnið er en höfum sé margar fallegar myndir úr 3D sónarnum. Vorum að pæla að fara kannski rétt fyrir fæðingu ef það er í lagi að fara þá.

Með fyrir fram þökk.

 


 

Sæl og blessuð!

Þú finnur upplýsingar um þetta á vefsíðu 9 mánaða.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. febrúar 2007.