Spurt og svarað

17. apríl 2013

Þrívíddarsónar

Kæru ljósmæður.
Dóttir mín fór í þrívíddarsónar í gær og litli kúturinn var nú ekkert að leifa okkur að sjá mjög mikið, var bara sofandi. Mér fundust aðfarirnar við að vekja hann ansi harkalegar, hann var hristur hressilega. Spurning mín er sú er í lagi að hrista barnið svona mikið í móðurkviði, getur það ekki fengið heilahristing?
Með fyrirfram þökk. Áhyggjufull amma.
Sæl.
Það er allt í lagi að ýta aðeins við barninu til að fá það til að hreyfa sig, þau þola það vel, eins og þegar mamman hleypur upp og niður stiga eða er í röskri göngu eða leikfimi. Þau eru vel varin af legvatni, ég hef ekki heyrt um að þau geti fengið heilahristing í móðurkviði.

 
Kveðja og gangi ykkur vel,
María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild
17. apríl 2013

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.