Þrívíddarsónar

17.04.2013
Kæru ljósmæður.
Dóttir mín fór í þrívíddarsónar í gær og litli kúturinn var nú ekkert að leifa okkur að sjá mjög mikið, var bara sofandi. Mér fundust aðfarirnar við að vekja hann ansi harkalegar, hann var hristur hressilega. Spurning mín er sú er í lagi að hrista barnið svona mikið í móðurkviði, getur það ekki fengið heilahristing?
Með fyrirfram þökk. Áhyggjufull amma.
Sæl.
Það er allt í lagi að ýta aðeins við barninu til að fá það til að hreyfa sig, þau þola það vel, eins og þegar mamman hleypur upp og niður stiga eða er í röskri göngu eða leikfimi. Þau eru vel varin af legvatni, ég hef ekki heyrt um að þau geti fengið heilahristing í móðurkviði.

 
Kveðja og gangi ykkur vel,
María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild
17. apríl 2013