Spurt og svarað

25. nóvember 2019

Neikvæð blóðprufa

Hæhæ, Ég er að spá hvort að ég sé ólétt eða ekki. Ég stundaði samfarir 27 okt og tók óléttu próf 8 nóv og það kom mjög dauf lína. 9. Nóv byrjaði ég á túr en samt frekar litlum en vanalega, “ ég er oftast á mjög miklum túr” og var í 4 daga á túr, 14 nóv tek ég prófið aftur þá kemur neikvætt á prófinu “tók það á miðjum degi, síðan daginn eftir tek ég um morgunninn og þá kemur jákvætt semsagt 15 nóv, samt mjög dauf lína eins og á fyrsta prófinu. Í heildina tek ég fimm óléttu próf og 3 þeirra eru jákvæð og hin 2 neikvæð. 19 nóv fer ég í blóðprufu og þar kemur neikvætt. Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé hægt að marka blóðprufuna? Ef ég er ólétt þá var ég kominn kannski 1 viku þegar ég fer í blóðprufuna. En ef ég er ólétt þá er ég kominn 2 vikur á leið “semsagt út úr mínum útreikningum” og ég finn fyrir einkennim t.d brjóstunum. Hvað er þín skoðun á þessu?

Heil og sæl, þrjú jákvæð próf benda til þess að þú sért ófrísk en neikvæða blóðprufan ekki. Ef þú ert ófrísk þá byrjar þú að taka prófin komin svo stutt á leið að hugsanlega er ekki komin næg hormónaþéttni til að mælast. Ég ráðlegg þér að hætta að hugsa um þetta í bili og ef engar blæðingar gera vart við sig næst skaltu endurtaka prófin og sjá hvað kemur út úr því. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.