Þroti að neðan

03.01.2007

Hæhæ og takk fyrir frábæran vef !
Mig langaði að spyrja fynst það nú samt hálfasnlegt en ég læt mig nú samt hafa það :o). Eftir að ég varð ófrísk þá fanst mér allt í klofinu á mér verða svona þrútið og útstætt,er það einhvað sem gerist bara eða er þetta ekki eðlilegt?


Komdu sæl og takk fyrir þarfa fyrirspurn.

Það eru engar asnalegar spurningar til sem varða meðgöngu og fæðingu.  En snúum okkur að svarinu.  Á meðgöngu eykst blóðflæði til kynfæranna meðal annars og það getur valdið því að þér finninst þú þrútin að neðan.  Önnur ástæða er að eftir því sem á líður meðgönguna (þú talar ekkert um hvað þú ert langt með gengin) eykst þrýstingur niður og getur valdið bjúgi á þessu svæði.  Einnig eru konur útsettari fyrir æðahnútum á meðgöngu og þeir geta líka komið fram á kynfærum og þá bólgna þau, en æðahnútarnir sjást ekki endilega.  Við þessu er hægt að fá krem til að bera á sig en þú þarft að tala um þetta við lækni ef þú heldur að þetta þurfi meðhöndlun, því það þarf lyfseðil fyrir kreminu.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
3. jan. 2007.