Spurt og svarað

20. janúar 2015

1 barn og smá blæðing

Ég er komin 6 vikur og 2 daga og það á til að koma smá blæðing i pappírinn en ekkert eitthvað svakalega mikið. Ég er búin að vera með smá verki i maganum en þeir lýsa sér eins og túrverkir og ég fæ stundum verki eftir að ég er búin að borða. Nú er ég svolítið hrædd að eitthvað sé að. Ég fór i snemmsónar þegar ég var komin 5 vikur og þá sást bara sekkur og allt var i lagi samkvæmt lækni. Hversu mikil blæðing er þegar það er fósturlát? Vonandi fæ ég hughreystandi svar frá ykkur :) er ólétt að fyrsta barni, er 20 og alveg hraust.


Komdu sæl, það er því miður ekki hægt að segja hve mikil blæðing fylgir fósturláti – það getur verið allt frá mjög mikilli  blæðingu í það að vera örlítið. Fósturlátinu fylgja hinsvegar oftast nær verkir sem fara vaxandi og eins er með blæðinguna oftast nær eykst hún. Þú getur ekki gert neitt í þessu nema að bíða því að tíminn leiðir í ljós hvernig þetta fer. Hinsvegar fá margar konur smávægilegar blæðingar þó að allt sé eðlilegt og meðgangan heldur eðlilega áfram. Við verðum að vona það besta.  

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkunarfræðingur
20.jan.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.