Spurt og svarað

22. október 2006

Þrútnir barmar

Langaði að spyrja hvort eðlilegt sé að skapabarmar stækki/þrútni á meðgöngu. Ég er komin 28 vikur á leið og tók eftir þessu fyrir rúmum mánuði. Er með aukna útferð en ekki kláða né sviða.

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Já það er alveg eðlilegt að skapabarmarnir stækki á meðgöngunni og fyrir því liggja að minnsta kosti þrjár ástæður.  Í fyrsta lagi verður aukið blóðstreymi á þessu svæði sem getur valdið bólgu í skapabörmunum.  Eftir því sem líður á meðgönguna eykst þrýstingur niður og barmarnir þrútna enn meira og í síðasta lagi þá bæta flestar konur á sig einhverjum kílóum á meðgöngunni sem eðlilegt er, en einhver grömm setjast kannski þarna líka.  Hafðu engar áhyggjur af þessu þetta er eðlilegt og lagast aftur eftir fæðinguna.
 
Bestu kveðjur
 
Yfirfarið  28.10.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.