Spurt og svarað

10. janúar 2020

Ólétt i brjóstagjöf

Hæhæ, eg a eina 14 manaða stelpu sem fær brjóst ca 5-6x a sólarhring. Ég byrjaði a blæðingum aftur i nóvember en það er ekki kominn reglulegur hringur hja mer, en hann er allt fra 20-40 dagar. Málið er að okkur langar að eignast annað barn, hversu lengi er hringurinn að verða eðlilegur? þarf eg að hætta með hana a brjósti til að hann komist í rétt ról? Eg var eins og klukka áður en eg byrjaði a pillunni og eftir að eg hætti og það tok 3 manuði að verða olett siðast. Takk fyrirfram

Hel og sæl, frjósemi þín og regla á blæðingum getur hugsanlega aukist ef þú hættir með barnið þitt á brjósti. Hins vegar hefur það sýnt sig að þær konur sem eru með barn á brjósti og engar getnaðarvarnir eru oftast orðnar ófrískar aftur þegar barnið er um 18 mánaða gamalt. Best er að bíða bara róleg og sjá hvort fer ekki að draga til tíðinda. Ef ekkert verður farið að gerast að einhverjum mánuðum liðnum og þú hætt brjóstagjöfinni þá getur þú hugsanlega ráðfært þig við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.