Þrýstingur niður í grind

11.01.2008

Sælar og takk fyrir frábæran vef!
Ég er núna gengin 40 vikur með mitt annað barn. Ég er búin að vera með verulegan þrýsting alveg niður í grind (eiginlega bara klof) í ca 3 vikur og fundist ég hafa þannig tilfinningu að ég geti gripið um höfuðið hreinlega en ljósan sagði að það væri vel skorðað alla vega fyrir 3 vikum síðan. En núna síðustu 3 daga er eins og þrýstingurinn hafi bara horfið og ég get tekið langa göngutúra til dæmis á normal hraða en ég var farin að taka hænuskrefin og rétt ná út götuna hjá mér bara í síðustu viku.  að sem mig langar sem sagt að spyrja er hvort þetta sé alveg eðlilegt svona á lokasprettinum og hvort þetta þýði kannski að barnið sé ekkert að hugsa sér til brottfarar?
Með von um skjót svör
40vikna bumba


 

Nei ég myndi nú ekki túlka þetta þannig að það ætli sér ekkert að fara að fæðast.  Það getur verið að það hafi eitthvað snúið sér þannig að þú finnur minna fyrir þessu en áður.  Ef þú hefur verið í "æfingum" og með rassinn upp í loft er hugsanlegt að það hafi farið upp á við aftur en þá fer það niður þegar tíminn er kominn.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
11. janúar 2008.

Sæl og takk fyrir hrósið