Spurt og svarað

29. janúar 2020

undirbúa óléttu

Sæl verið og takk fyrir frábærann vef . Ég hef aldrei reynt áður að vera ólétt en langar að spurja smá útí þetta. Þegar ég hef haft samfarir við maka minn áður en við ákváðum að fara stækka við okkur, þá var sagt að maður ætti alltaf að reyna að pissa eftir kynlífið. En hvernig er það þegar maður er að reyna að verða ólétt pissar maður þá eftir kynlífið? hef einnig heyrt að maður eigi að halla sér með rassinn uppí loft í smá eftir samfarirnar er það rétt?

Sæl. Það er góð regla að pissa stuttu eftir samfarir, til að minnka líkur á þvagfærasýkingu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að halda því áfram þó þið séuð að reyna að verða ólétt.

Það eru engin vísindi á bakvið það að fara í ákveðnar stellingar eftir kynlíf til að auka líkur á getnaði.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.