Spurt og svarað

29. janúar 2020

Að auka mjólkurframleiðslu með eldra barn

Dóttir mín er rúmlega 8 mánaða og var eingöngu á brjósti til 4 mánaða þegar hún fór að smakka fæðu samhliða brjóstagjöfinni. Upp úr 6 mánaða fór hún í hálfgert brjóstaverkfall og bara vildi alls ekki drekka nema á morgnana og örsjaldan yfir daginn. Svona gekk þetta í nokkra daga og fóru gjafirnar hratt úr 6-7 í 2-4 á sólarhringog mjólkin var mjög fljót að minnka og er til dæmis alveg farin öðrum megin. Stelpan verður mjög fljótt pirruð á brjóstinu núna enda er mjólkin lengi að koma, þessi litla sem er eftir í þessu eina brjósti. En þó hún fái bara 50 ml á dag þá langar mig samt að hafa það þó. Þetta eru okkar stundir og mér þykir vænt um þær. Get ég gert eitthvað úr þessu til þess að auka mjólkurframleiðslu í þessu brjósti sem framleiðir ennþá smá. Hún vill drekka hjá mér á morgnana og stundum yfir daginn (max 2 “gjafir” á dag) en oft er það meira huggun og kósý fyrir hana. Ég er alveg til í að leggja á mig hellings vinnu til að auka framleiðslu þó það væri ekki nema til að gefa henni eina góða gjöf á dag. Ég er sjálf ekki tilbúin að láta brjóstagjöfina okkar alveg hætta :( Gæti hjálparbrjóst verið málið fyrir okkur þar sem hún vill og fær að drekka mjólk úr stútkönnu og stundum pela? Þá myndi hjálparbrjóstið koma í staðinn fyrir þetta og hún fengi bara vatn í stútkönnu. Þarf ég að pumpa 8x á dag til að reyna að auka eða gæti power pumping 1x á dag gert sama gagn? Með von um einhverjar ráðleggingar <3

Sæl, hjálparbrjóst gæti vel gengið fyrir ykkur, þá sýgur hún og örvar brjóstið jafnvel í lengri tíma en hún gerir ef hún fær aðeins brjóstið. Ég myndi síðan ráðleggja þér að mjólka þig eftir gjafir þegar lítið er eftir í brjóstinu og jafnvel nokkrum sinnum á dag þar til þú ert orðin ánægð með framleiðsluna.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.