Spurt og svarað

03. febrúar 2020

Fólín

Góðan dag Ég er gengin 20 vikur og hef verið að taka inn töflur frá upphafi meðgöngu sem heita "Með barni" og eru frá Heilsu ehf. Þær töflur innihalda m.a. fólín. Þegar ég var gengin 20 vikur sá ég fyrst að á umbúðunum stendur: "3 hylki á dag". Ég hef einungis verið að taka inn 1 töflu daglega og því einungis fengið 1/3 af ráðlögðum skammti af fólíni. Mín spurning er sú, er einhver hætta sem stafar af því og er þetta eitthvað sem ég þyrfti mögulega að hafa áhyggjur af? Með fyrirfram þökkum.

Sæl, fólínsýra er aðallega mikilvæg fyrstu 12 vikur meðgöngunnar þegar taugakerfi barnsins er að þroskast. Ef allt hefur litið vel út í 12 og 20 vikna sónar er ekkert til að hafa áhyggjur af og vel getur verið að þú hafir fengið ráðlagðan skammt úr mataræðinu þínu. Að taka fólínsýru aukalega er einungis til þess að fullvissa sig um að fá þennan ráðlagða skammt. Eftir 12 vikur er fólínsýran ekki eins mikilvæg og þú getur þess vegna hætt að taka hana og borðað bara holla og fjölbreytta fæðu, sem á alltaf við á meðgöngu.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.