Spurt og svarað

12. febrúar 2020

Er hægt að vera með of mikla fólínsýru í líkamanum ?

Er hægt að vera með of mikla fólínsýru i líkamanum sínum? Er mælt með að maður fari í blóðprufu áður en maður byrjar að taka inn fólinsýru ef maður er að reyna að vera ólétt? Eða er bara í lagi að byrja að taka hana ánþess að tjekka a fólinsýruni i likamanum sinum :)? Hvort mæluru með Fólinsýra frá heilsa eða með barni frá heilsa ? fyrirframm þakkir fyrir góðann vef

Sæl, ólíklegt er að þú sért með of mikla fólínsýru í blóðinu ef þú hefur ekki verið að taka bætiefni sem inniheldur mikið magn af fólínsýru. Almennt er ekki mælt með blóðprufu áður en konur byrja að taka inn fólínsýru.

Ráðlagt er að taka inn 400 µg af fólínsýru og skiptir ekki máli frá hvaða framleiðanda fólínsýran er, svo lengi sem hún er í réttum skömmtum.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.