Spurt og svarað

15. febrúar 2020

Mígrenis lyf

Halló Ég er með krónískt mígreni og er á lyfjum sem heita rizatriptan, ég fór til taugalæknir síðasta sumar og spurði um þessi lyf og meðgöngu og hann sagði að ég ætti ekkert að vera stressuð af nota þau á meðgöngunni en hvað segið þið ? Svona triptan lyf eru elstu mígrenis lyfin þannig það hlýtur að vera komin eitthver reynsla á þetta :)

Sæl, samkvæmt upplýsingum á vef lyfjastofnunar hefur lyfið ekki verið prófað á mönnum en dýrarannsóknir benda ekki til skaðlegra áhrifa á meðgöngu. Vegna þess að dýrarannsóknir segja ekki alltaf til um áhrif á fóstur hjá mönnum ætti aðeins að nota lyfið ef þörf krefur og í samráði við lækni.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.