Ljósmóðir.is notar vafrakökur til að bæta notendaupplifun og stuðla að frekari þróun heimasíðunnar.
Upplýsingar um vafrakökur
15. febrúar 2020
Sem mígrenissjúklingur nota ég rosalega mikið treo við vægum köstum, má nota treo á meðgöngu ?
Sæl, Treo inniheldur háan skammt af Asetýlsalicýlsýru eða 500 mg, því ætti að forðast að nota lyfið á fyrsta og síðasta þriðjungi meðgöngu. Ef nauðsynlegt er að taka lyfið á öðrum þriðjungi meðgöngu ættu skammtar að vera eins litlir og mögulegt er og meðferðarlegnd eins stutt og mögulegt er.
Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.
Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.
Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.
Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.