Spurt og svarað

15. febrúar 2020

Harðlífi og gyllinæð

Sæl ljósmôðir og takk fyrir góðan vef. Ég er komin á viku 25 og er búin að vera með harðlífi og þar af leiðandi smá gyllinæð (veit að þetta er það, þvi eg hef fengið hana aður) en málið er að ég hef þurft að nota mikrolax og ég hef þurft að explora sjálfa mig til að losa. :( Er þetta eitthvað hættulegt að þurfa að gera þetta? Og eru einhver tengsl milli þess að fá harðlífi á meðgöngu og fá síðar endaþarmssig eftir fæðingu? Kv ein áhyggjufull sem þorir ekki að tala um þetta við neinn

Sæl, nei það er ekki hættulegt en ætti aðeins að nota sem síðasta úrræði þegar ekkert annað hefur virkað. Harðlífi er algengt á meðgöngu og ég mæli eindregið með því að þú ræðir við þína ljósmóður í heilsugæslunni til þess að fá viðeigandi meðferð sem hentar þér. Endaþarmssig er sjaldgæft hjá ungum konum, en helstu áhættuþættir þess eru aldur, langvarandi hægðatregða eða niðurgangur og mikil gyllinæð.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.