Þungunareinkenni með barn á brjósti

01.02.2008

Ég byrjaði á þessari s.k. brjóstapillu en hætti á henni eftir 2 mánuði vegna þess að ég var nánast stanslaust á túr. Eftir það byrjaði ég á eðlilegum blæðingum 4 vikum seinna en svo hefur ekkert meira gerst. Hefði átt að byrja fyrir 2 vikum síðan ef ég væri orðin regluleg, en það bólar ekkert á neinu nema það að ég er búin að vera með túrverki í 3 vikur. Ég veit að það getur tekið tíma áður en að tíðarhringurinn er kominn í lag aftur en við hjónin höfum í kæruleysi stundað óvarið kynlíf nokkru sinnum s.l. 2 mánuði. Barnið okkar er 7 mánaða og ég er enn að gefa brjóst. Það sem mig vantar að vita er hvort að óléttueinkenni séu vægari ef maður er með barn á brjósti? Og breytist mjólkin e-ð? Sonur minn verður nefnilega oft ergilegur þegar ég legg hann á.
Sæl og blessuð.

Ja, þessu er ekki auðvelt að svara. Það er í raun allt til í þessu. Það geta verið vægari þungunareinkenni, það geta verið venjuleg þungunareinkenni og það geta verið öðruvísi þungunareinkenni. Þetta getur svosem líka verið þótt brjóstagjöf sé ekki í myndinni.

Þannig að líklega er best fyrir þig að fara þessa venjulegu leið. Taktu þungunarpróf eða fáðu tíma hjá lækni.

 

Bestu óskir,

Katín Edda Magnúsdóttir,
brjóstagjafaráðgjafi og ljósmóðir, 
2. febrúar 2008.