Spurt og svarað

01. febrúar 2008

Þungunareinkenni með barn á brjósti

Ég byrjaði á þessari s.k. brjóstapillu en hætti á henni eftir 2 mánuði vegna þess að ég var nánast stanslaust á túr. Eftir það byrjaði ég á eðlilegum blæðingum 4 vikum seinna en svo hefur ekkert meira gerst. Hefði átt að byrja fyrir 2 vikum síðan ef ég væri orðin regluleg, en það bólar ekkert á neinu nema það að ég er búin að vera með túrverki í 3 vikur. Ég veit að það getur tekið tíma áður en að tíðarhringurinn er kominn í lag aftur en við hjónin höfum í kæruleysi stundað óvarið kynlíf nokkru sinnum s.l. 2 mánuði. Barnið okkar er 7 mánaða og ég er enn að gefa brjóst. Það sem mig vantar að vita er hvort að óléttueinkenni séu vægari ef maður er með barn á brjósti? Og breytist mjólkin e-ð? Sonur minn verður nefnilega oft ergilegur þegar ég legg hann á.
Sæl og blessuð.

Ja, þessu er ekki auðvelt að svara. Það er í raun allt til í þessu. Það geta verið vægari þungunareinkenni, það geta verið venjuleg þungunareinkenni og það geta verið öðruvísi þungunareinkenni. Þetta getur svosem líka verið þótt brjóstagjöf sé ekki í myndinni.

Þannig að líklega er best fyrir þig að fara þessa venjulegu leið. Taktu þungunarpróf eða fáðu tíma hjá lækni.

 

Bestu óskir,

Katín Edda Magnúsdóttir,
brjóstagjafaráðgjafi og ljósmóðir, 
2. febrúar 2008.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.