Þungunarpróf - neikvætt

24.11.2014
Góðan dag.

Ég er búin að vera á pillunni í nokkra mánuði en þó eilítið óreglulega. Ég hefði átt að byrja á blæðingum fyrir viku síðan en ekkert gerist. Þess í stað hef ég fengið brúna útferð þegar ég fer á klósettið, verki í brjóst og er alveg óendanlega þreytt og viðkvæm. Ég tók þungunarpróf fyrir 2 dögum síðan sem reyndist neikvætt. Hve lengi ætti ég að bíða eftir að byrja á blæðingum áður en ég leita til læknis?

Bestu kveðjur, ein óviss


 
Komdu sæl, ein óviss. Hér á síðunni hefur verið fjallað allítarlega um  þungunarpróf og fylgir slóðin hér. Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað.
http://www.ljosmodir.is/Data/Thungunarprof.pdf
Gangi þér vel.
 
Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur