Þungur hjartsláttur

27.05.2010

Ég hef verið að fá svona skrítna tilfinningu um miðjan brjóstkassann sem ég get ekki alveg lýst, svo kemur einn þungur hjartsláttur og ég þarf að draga djúpt andann... voða skrítið, svona eins og það detti eitt slag út?  Fann ekki fyrir þessu á síðustu meðgöngu, þetta er kannski bara eðlilegt út af auknu blóðflæði í líkamanum?  Er komin 19 vikur núna og hef verið að finna einstaka sinnum fyrir þessu undanfarna daga. Ég er með mjög gott haemoglobin gildi (blóðrauða, milli 130-140) svo ég ætti nú ekki að vera blóðlítil?


Komdu sæl.

Það er erfitt að segja til um þetta svona í gegnum tölvuna.  Ég myndi hringja í ljósmóðurina þína og ræða þetta við hana eða lækni.

Vissulega eru hjartsláttarköst algeng á meðgöngu en venjulega er frekar um hraðan hjartslátt að ræða frekar en að missa úr slag.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
27. maí 2010.