Spurt og svarað

06. mars 2015

Þurrkublettur

Komdu sæl og takk fyrir þennan frábæra vef. Ég er komin 17 vikur á leið með mitt seinna barn og fór allt í einu að taka eftir því að ég var með eins og mar/þurrkusár á vinstri geirvörtunni. Ég hugsaði hvort þetta hefði bara verið nuddsár en datt ekkert í hug af hverju það hefði komið þá. Þetta var í fyrradag og í dag þá var þetta orðið eins og þurrku sár sem var að flagna af. Þetta er alls ekki stórt og ég tók efsta lagið í burtu og það er ekkert undir því. En ég er alveg frekar smeyk og veit ekki alveg hvað ég á að halda. Getur þetta verið krabbamein? Ég er alveg búin að þreifa brjóstið og finn ekkert öðruvísi en áður. Og ég það er ekki eins og ég fari í ljós eða annað slíkt sem ætti að valda einhverskonar húðkrabbameini.. Er þetta eðlilegt? :/

 
Heil og sæl, mér þykir afar ólíklegt að þetta sé krabbamein. Flestar aðrar skýringar eru líklegri. Þú getur borið rakakrem á blettinn ef hann er ennþá og séð svo til. Ef að þetta er horfið þarftu ekki að hafa frekari áhyggjur af þessu. Það er auðvitað alltaf góð regla að þreifa brjóstin og þekkja þau vel svo að þú sért fljót að taka eftir því ef einhverjar breytingar verða. Gangi þér vel og njóttu meðgöngunnar!!

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
6.mars 2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.