Þurrkur í augum og munni

03.01.2007
Daginn og takk fyrir góðan vef

Þannig er að ég er ólétt nú af mínu 4 barni og allt hefur í sjálfu sér
gegnið vel. Ég hef þó þurft að fá B12 sprautur og mun sennilega fá járn í
æð bráðlega. Ég var með gildin 160 í B12 og 8,8 í ferritín. Ég er alltaf
þreytt og með þessa vengjulegu fylgikvilla blóðleysis eða járnskorts. Nú
hef ég líka verið að finn fyrir miklum þurrki í munn og augum (einnig nefi
en ég kannast við það frá fyrri meðgöngum) en ég finn ekkert um það hvorki
hér á þessum vef né annarsstaðar. Ég var að velta fyrir mér hvort þessi
þurrkur í augum og munni geti verið einhver fylgikvilli skorts á B12 eða
ferritíni? Eða hvað getur þetta verið. Þessi óþægindi trufla mig töluvert.
Ég er komin 27 vikur.
takk fyrir og kveðja BumbulínaSæl Bumbulína!
Því miður verð ég að viðurkenna að ég kannast ekki við þessi einkenni, og í leit minni að upplýsingum um þetta fann ég ekkert
sem tengir þurrk í munni og augum við það að vera lág í járni og B12.
Það er hins vegar töluvert algengt að konur séu stíflaðar í nefinu á seinni hluta meðgöngu venga hormónaáhrifa á slímhúðina.
Ef þetta er að angra þig þá mundi ég ráðleggja þér að ræða þetta við lækninn þinn, hugsanlega hefur viðkomandi einhverja
skýringu handa þér.

Bestu kveðjur og gleðilegt ár
Halla Björg Lárusdóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
2.janúar, 2007.