Þvagblaðra fyrir legopi

18.11.2013
Hæ hæ
Ég var að koma úr 20 vikna sónar, og allt í góðu með barnið og allt það, en hún sá á mér að þvagblaðran var næstum fyrir legopinu, þó svo hún hafi ekki verið full, ég þarf að fara aftur í sónar á 35 viku, ég er búin að leita að upplýsingum um þetta en finn ekkert, hef aldrei heyrt um þetta áður, er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af eða gæti þetta lagast? Ef þetta lagast ekki verður þá framkvæmdur keisari?
Kveðja, ein með smá áhyggjur.
Sæl, mig grunar að þú sért að misskilja. Mér finnst líklegast að um lágsæta fylgju sé að ræða , og að þvagblaðran hafi ekki verið full, en það er auðveldara að sjá staðsetningu fylgjunnar með fulla blöðru. Ef þú ert enn í vafa hafðu samband við ljósmóðurina sem gerði 20 vikna sónarinn.
 
Kveðja og gangi þér vel,
María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild
17. nóvember 2013