Þvagfærasýking

16.01.2007

Sæl!

Hvernig lýsir þvagblöðrusýking sér? Ég hef aldrei fengið þannig en ég er kominn 17 vikur a leið og það er rosalega sárt að pissa og ég vakna 3-4 á nóttunni til að fara a klósettið. Þvagið er rosalega dökkt og sterk lykt af því. Getur þetta verið þvagblöðrusýking?

Kveðja, ein ófrísk.


Sæl og blessuð! Takk fyrir að leita til okkar.

Þessi einkenni sem þú lýsir eru dæmigerð fyrir blöðrubólgu (þvagfærasýkingu). Þegar grunur um þvagfærasýkingu kemur upp á meðgöngu ætti alltaf að leita til læknis strax svo hægt sé meðhöndla sýkinguna með sýklalyfjum sé sýking til staðar. Það er vitað að sýkingar geta stuðlað að fæðingu fyrir tímann og því ættir þú ekki að draga það að leita læknis. 

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. janúar 2007.