Spurt og svarað

16. janúar 2007

Þvagfærasýking

Sæl!

Hvernig lýsir þvagblöðrusýking sér? Ég hef aldrei fengið þannig en ég er kominn 17 vikur a leið og það er rosalega sárt að pissa og ég vakna 3-4 á nóttunni til að fara a klósettið. Þvagið er rosalega dökkt og sterk lykt af því. Getur þetta verið þvagblöðrusýking?

Kveðja, ein ófrísk.


Sæl og blessuð! Takk fyrir að leita til okkar.

Þessi einkenni sem þú lýsir eru dæmigerð fyrir blöðrubólgu (þvagfærasýkingu). Þegar grunur um þvagfærasýkingu kemur upp á meðgöngu ætti alltaf að leita til læknis strax svo hægt sé meðhöndla sýkinguna með sýklalyfjum sé sýking til staðar. Það er vitað að sýkingar geta stuðlað að fæðingu fyrir tímann og því ættir þú ekki að draga það að leita læknis. 

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. janúar 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.