Þvagfærasyking og getnaður

12.02.2015

Daginn, takk fyrir góða síðu. Er með mögulega heimskulega spurningu, en vantar samt sem áður svar við henni :) Nú er ég nýlega orðin ólétt. Við vorum að komast að því að þegar getnaður átti sér stað þá var maðurinn minn með þvagfærasýkingu. Er það eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af?

 

Heil og sæl, nei vertu ekki að eyða orku í að hafa áhyggjur af þessu og njóttu meðgöngunnar!!

bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
12. feb. 2015