Þvagprufa í mæðravernd

12.01.2009

Skiptir máli hvenær dagsins þvagprufa er tekin þegar athugað er með eggjahvítu og sykur í þvagi?  Ég var í MFS á síðustu meðgöngu og þá pissaði maður bara í glas um leið og maður mætti en núna er ég á heilsugæslunni og þá vilja þær að ég komi með morgunþvag (sem er ekkert sérstaklega þægilegt þar sem ég fer beint úr vinnunni seinni part dags í skoðun).  Ég er því að velta fyrir mér hvort tímasetningin skipti máli eða hvort þetta sé bara spurning um mismunandi venjur.

 


 

Komdu sæl

Morgunþvagið er alltaf nákvæmast, ekkert búið að drekka um nóttina og það hefur staðið í blöðrunni smá tíma.  Það er því gott ef kemur fram prótein að fá morgunþvag til að sannreyna það.  Þetta er samt líka spurning um venjur og reglur á hverri stöð.  Ef þú ert ósátt skaltu tala um það við ljósmóðurina þína og vita hvort þú mátt ekki pissa um leið og þú kemur í skoðun.

Kveðja,

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
12. janúar 2009.