Spurt og svarað

12. janúar 2009

Þvagprufa í mæðravernd

Skiptir máli hvenær dagsins þvagprufa er tekin þegar athugað er með eggjahvítu og sykur í þvagi?  Ég var í MFS á síðustu meðgöngu og þá pissaði maður bara í glas um leið og maður mætti en núna er ég á heilsugæslunni og þá vilja þær að ég komi með morgunþvag (sem er ekkert sérstaklega þægilegt þar sem ég fer beint úr vinnunni seinni part dags í skoðun).  Ég er því að velta fyrir mér hvort tímasetningin skipti máli eða hvort þetta sé bara spurning um mismunandi venjur.

 


 

Komdu sæl

Morgunþvagið er alltaf nákvæmast, ekkert búið að drekka um nóttina og það hefur staðið í blöðrunni smá tíma.  Það er því gott ef kemur fram prótein að fá morgunþvag til að sannreyna það.  Þetta er samt líka spurning um venjur og reglur á hverri stöð.  Ef þú ert ósátt skaltu tala um það við ljósmóðurina þína og vita hvort þú mátt ekki pissa um leið og þú kemur í skoðun.

Kveðja,

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
12. janúar 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.