Blæðing eftir kynlíf

24.01.2008

Sæl,

Er komin 6 vikur á leið og það blæddi aðeins eftir að hafa stundað kynlíf. Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?  Með von um skjót viðbrögð.

Takk fyrir.


Sæl

Nei þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af svo lengi sem blæðingin var ekki mikil og stóð stutt.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24. janúar 2008