Spurt og svarað

21. janúar 2013

Þyngdatap á meðgöngu

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvort að skoðanir á þyngdartapi á meðgöngu hafi eitthvað breyst á Íslandi. Ég á vinkonu í Noregi sem var allt of feit þegar hún var ólétt seinast og henni var sagt að það væri í fínu lagi þó hún myndi léttast og var bent á rannsóknir sem studdu það og bentu til þess að fyrir konur með offitu væri það jafnvel betra. Nú er ég 92 kg og 168 cm á hæð. Ég var að komast að því að ég er ólétt og ég myndi gjarnan vilja létta mig til að auðvelda mér meðgönguna. Ég fékk svakalegt grindarlos á síðustu meðgöngu og grindin gekk ekki alveg saman eftir fæðinguna heldur. Ég hef verið mjög slæm alla tíð síðanKomdu sæl.
Í mæðravernd á Íslandi telst hæfileg þyngdaraukning hjá konum með yfir 30 í BMI 5-9 kg. Margir telja margir að þyngdaraukning sé ónauðsynleg hjá þessum hópi kvenna. Þyngdaraukning á meðgöngu er ca. 12,5 kg og er inn í þeirri tölu barnið, fylgjan, legvatn, brjóstin, fita, blóð, vökvi og leg. Samkvæmt þessum tölum ættu konur með yfir 30 í BMI í rauninni ekki að bæta neinni þyngd á sjálfa sig. Meðganga er þó aldrei tíminn til þess að fara í megrun heldur skiptir mestu máli að passa vel upp á mataræði og borða holla og fjölbreytta fæðu og stunda þá hreyfingu sem konur treysta sér til. Rannsóknir benda til þess að þyngdartap á meðgöngu hjá konum í ofþyngd geti minnkað líkur á fylgikvillum ofþyngdar á meðgöngu en geti leitt til minni fæðingarþyngdar barns. Aftur á móti virðist lítið þyngdartap, þá undir 5 kg hjá konum með BMI yfir 35 hafa fleiri kosti en galla og ekki hafa áhrif á fæðingarþyngd barnsins. Ljósmóðirin þín í mæðraverndinni getur gefið þér ráð og einnig er hægt að fá ráðgjöf hjá næringarfræðingi á Landspítalanum
Í sambandi við grindarlosið er mikilvægt að passa vel upp á allar hreyfingar og jafnvel gæti verið þörf á að fara til sjúkraþjálfara, einnig er gott er að vera vel vakandi yfir versnandi einkennum og fá aðstoð áður en þú verður mjög slæm.
Gangi þér sem allra best á meðgöngunni.


Kveðja,
Súsanna Kristín Knútsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
21. janúar 2013


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.