Spurt og svarað

14. mars 2012

Þyngist ekkert

Komið sælar.

Ég er komin rúmar 20 vikur með annað barn, komin með nokkuð góða en netta bumbu og líður vel. Ég hef hinsvegar örlitlar áhyggjur af því að vera ekki að þyngjast nógu mikið.  Á síðustu meðgöngu var þyngdin upp og niður, ég var 70 kg í upphafi, missti um 7 kg á fyrstu 3 mánuðunum en síðan fór ég að þyngjast aftur og var um 72 kg í lokin, þegar sonur minn hætti á brjósti var ég komin niður fyrir 60 kg. Ég hef nánast ekkert þyngst á þessari meðgöngu, kannski um 1 kg, en ég borða og borða. Það getur vel verið að núna fari ég að þyngjast, en hvenær þyrfti ég að fara að hafa áhyggjur?


Komdu sæl.

Það er erfitt að svara því svona gegnum tölvuna þar sem ég hef hvorki núverandi þyngd þína né hæð.  Ef þú ert að borða fjölbreytt og hollt fæði og nóg af því, eins og þú segir, er svosem ekki mikið meira sem þú getur gert.  Vigtin segir ekki allt. 

Barnið / kúlan þarf að stækka eðlilega og þú að finna hreyfingar sem segja þér að barninu líður vel.  Ef þú hefur áhyggjur ráðlegg ég þér að fá aukatíma í skoðun hjá þinni ljósmóður og fara í gegnum þetta með henni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
14. mars 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.