Spurt og svarað

21. september 2006

?Hematóm? og vöðvahnútur

Halló og takk fyrir góðan vef.

Ég hef eina spurningu varðandi „hematóm“. Þegar ég gekk átti mitt fyrsta barn fékk ég mjög slæmt „hematóm“ á spangarsvæði strax eftir fylgjufæðinguna. Ég missti mikið blóð, fór í 2 aðgerðir, lenti í losti og fékk súrefni. Fékk líka 4 einingar af blóði. Lá 10 daga á spítalanum en var auðvitað mikið lengur að jafna mig. Nú er ég aftur ófrísk sem er yndislegt og er gegnin 35 vikur. Mér hefur verið sagt hingað til að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur að lenda í þessu aftur en ég gær fór ég í sónar til Reykjavíkur og þá sagði læknirinn sem skoðaði mig þar að hann hefði alveg séð dæmi að konur sem hefðu lent í að fá svona „hematóm“ fengju það aftur. Nú er ég orðin dáldið kvíðin, því mér finnst ég ekki geta gengið í gegnum þetta aftur! Svo spurningin mín er er þetta hættan eða á ég að vera róleg? Smá kvíðin líka vegna þess að það hefur sést vöðvahnútur sem hefur verið fylgst með alla meðgönguna en hann hefur ekki stækkað, en mér var sagt að hann gæti valdið miklum blæðingum. Er það eitthvað sem ég þarf að hafa miklar áhyggjur af. Gæti ég misst það mikið blóð að ég þurfi að fara aftur í einhverja aðgerð eða þiggja aftur blóðgjöf. Með von um einhver svör.

Kveðja, ein dáldið kvíðin.


Sæl og blessuð!

Það er auðvitað ekkert hægt að spá fyrir um líkurnar á því hvort þetta gerist aftur en þetta er nú frekar sjaldgæft. Þegar þú kemur á sjúkrahúsið í fæðingu skaltu segja ljósmóðurinni sögu þína og frá áhyggjum þínum og ég er viss um að það verður passað alveg rosalega vel upp á þig af því að þú hefur lent í þessu og einnig út af þessum vöðvahnút. Reyndu að hugsa ekki of mikið um þetta því það eru miklu meiri líkur á að allt gangi vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. september 2006.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.