Á að raka sig fyrir fæðingu?

26.10.2008

Langaði bara að forvitnast um það hvort ljósmæður vilja frekar að maður sé rakaður að neðan í fæðingu. Var að heyra að það væri betra en ég er sjálf með frumskóg og langaði bara að forvitnast aðeins um þetta.


Sæl og blessuð!

Á árum áður voru konur rakaðar fyrir fæðingu en það er ekki gert lengur. Það var sennilega gert af hreinlætisástæðum enda átti helst allt að vera dauðhreinsað í kringum fæðingar. Það er engin þörf á að raka sig að neðan en líklega er heldur ekkert sem mælir á móti því ef þig langar til þess.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. október 2008.