Spurt og svarað

07. apríl 2008

Áætlaður fæðingadagur

Góðan dag, og takk fyrir frábæran vef! Kem oft hingað og hef mikið gagn og gaman af.

Það veldur okkur hjónunum hausverk að nú var að koma upp nokkuð stórt verkefni hjá bóndanum sem gerir það að verkum að hann þyrfti að vera í útlöndum þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, og kæmi heim til Íslands 16 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag (fæðingardagur áætlaður skv. 12 vikna sónar).

Hann er aðeins hræddur um að missa af fæðingunni, spurning um að sleppa þessu verkefni? Þetta eru hinsvegar tekjur!  Fyrra barn mitt fæddist eftir 38 vikna meðgöngu (11 ár síðan, annar barnsfaðir).

Spurningin er, er óhætt fyrir hann að fara þessa ferð? Hversu líklegt er að barnið fæðist meðan hann er úti? Hvernig er tölfræðin? Gæti ljósmóðir séð hvort barnið er líklegt til að koma meðan hann er úti ef ég fer í skoðun rétt áður?

Bestu kveðjur,

Birta


Sæl Birta

Því miður getum við ekki sagt hvort eða hvenær barnið fæðist.  Það að þú hefur átt áður á 38. viku er ekki endilega spádómur um hvað gerist núna.  Það er engin meðganga og fæðing eins þannig að við vitum í raun ekkert fyrr en eftirá.  Eins og þú veist er áætlaður fæðingadagur settur en innan við 5% kvenna fæða á settum degi.  Hinar fæða ýmist fyrir settan dag eða eftir.  Ljósmóðir getur kannski giskað í skoðun en það er í besta falli barna ágiskun, nema þú sért að byrja í fæðingu.

Þið verðið því að ákveða þetta sjálf... gangi ykkur vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. apríl 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.