Spurt og svarað

28. ágúst 2004

Af hverju gangsetning við 42 vikur?

Sælar og takk fyrir góðan vef.

Mig langar mikið til að vita af hverju er miðað við að setja konur af stað eftir 2 vikur, en ekki 10 daga eð 15 eða 20? Hvað ræður þessu?  Ég er komin 11 daga fram yfir og er að verða þokkalega þreytt og pirruð af biðinni og er búin að reyna öll húsráðin og það allt mörgum sinnum :(   Er eitthvað sem maður getur gert til að auðvelda sér þetta eftir að þolinmæðin er farin.

Kveðja, ein þreytt og pirruð :)

...............................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er lengd meðganga skilgreind sem meðganga sem er lengri en 42 vikur eða 294 dagar.  Niðurstöður margra rannsókna hafa sýnt fram á aukna tíðni andvana fæðinga og vandamála hjá börnum í fæðingu þegar um lengda meðgöngu er að ræða.  Viðbrögð fæðingarlækna og ljósmæðra víða um heim hafa falist í því að setja vinnureglur um framköllun fæðinga í kringum 42 vikna meðgöngu.  Það er svo misjafnt eftir löndum og jafnvel fæðingastöðum hvaða vinnureglur eru í gangi.  Í sumum löndum er fæðing ekki framkölluð fyrr en við 43 vikna meðgöngu meðan í öðrum löndum er það gert við 40 vikna meðgöngu. Hér á landi er miðað við að meðgangan sé öllu jöfnu ekki lengri en 42 vikur og er sú ákvörðun örugglega byggð á grunni vísindalegra rannsókna og með það í huga hvað er móður og barni fyrir bestu.  Hér á síðunni er einnig að finna nánari upplýsingar um Framköllun fæðingar.

Vona að þú fæðir fljótlega og allt gangi vel.

Yfirfarið, 28.10. 2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.