Spurt og svarað

19. september 2005

Aftursveigt leg

Mig langar að fá að vita hvort aftursveigt leg hafi einhver áhrif í fæðingu? Hvað þýðir það að vera með aftursveigt leg?  Er erfiðari fæðingin?
Bestu þakkir

----------------------------------------------------------

Komdu sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina.
Flestar konur hafa framlægt leg þ.e. legið hallar fram á við og hvílir ofan á þvagblöðrunni.  Hjá einni af hverri fimm konum er legið aftursveigt og hallar legið þá að endaþarminum.   Sjaldgæft er að aftursveigt leg valdi konum einhverjum óþægindum en þær velja oft aðrar stellingar í kynlífi vegna stöðu legsins. 
Aftursveigt leg á ekki að valda neinum vandræðum á meðgöngu og í fæðingu.  Þegar að legið stækkar þá fer það að hallast fram á við og hallar þá alveg eins og framlægt leg.  Það er hugsanlegt að konur með aftursveigt leg finni meira fyrir togi á legböndunum á meðgöngu en venjulega dregur úr því togi þegar fyrsta þriðjungi meðgöngunnar er lokið.
Gangi þér vel
Kveðja

Málfríður Stefanía Þórðardóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
19.09.2005

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.