Spurt og svarað

02. apríl 2007

Áhrif fæðingar og deyfingar á klofinn hrygg

Ég er núna ólétt og kominn átta mánuði á leið og er með klofinn hrygg (sem ég fæddist með). Þannig er mál með vexti ég fór í bráðakeisara fyrir 3 árum vegna þess að barnið var sitjandi og út af klofna hryggnum. Læknarnir ákváðu að svæfa mig og taka bráðakeisara.  Þeir þorðu ekki að mænudeyfa af ótta um að skaða eitthvað. Ég hef aldrei fundið neitt fyrir þessu þ.e.a.s. aldrei verið bakveik eða þetta hrjáð mér að nokkru leiti. Núna er pæling að ef barnið skorðar sig rétt að ég fari í venjulega fæðingu, sem ég er mjög smeyk við þar sem það gæti aukið líkurnar að
klofnunin gæti stækkað eða að ég fari að finna til bakverkja.

Hafið þið heyrt einhverjar sögur um þetta hjá öðrum barnshafandi konum? Getur venjuleg fæðing aukið líkurnar á klofnun eða bakverkjum? Getur mænudeyfing skaðað hrygginn? Hverju mælið þið með í svona óljósum aðstæðum?

Fyrirfram þakkir, Hulda Ósk.


Sæl og blessuð!

Því miður þá er það ekki á okkar færi að svara þessu. Þú þarft að ráðfæra þig við fæðingalækni varðandi fæðinguna og svæfingalækni varðandi deyfinguna. Þú getur byrjað á því að ræða málin við ljósmóðurina þína í næstu mæðraskoðun.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. apríl 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.