Að fæða á Íslandi - ný ábending

01.10.2007

Okkur á ljosmodir.is hefur borist góð ábending til víðbótar við svar um að "Fæða á Íslandi" og þökkum við kærlega fyrir hana.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmodir og hjúkrunarfræðingur.
1. október 2007.


 

Vildi bara benda á vegna fyrirspurnar hér efst um konuna sem vildi fæða á Íslandi. Hún er ekki sjúkratryggð á Íslandi ef hún er með lögheimili í Danmörku sem hún væntanlega er með vegna þess að hún býr þar og verður því að biðja um E-104 í Danmörku til að hafa með meðferðis til Íslands, annars þarf hún að borga háa fjárhæð fyrir alla læknismeðferð hér. Maður þarf nefnilega að vera með lögheimili í a.m.k 6 mánuði á Íslandi til að detta aftur inn í Íslenska sjúkratryggingakerfið. Það er væntanlega það sem hún hefur verið að velta fyrir sér líka. Var sjálf að flytja frá Danmörku, komin 5 mánuði á leið og mun því ekki hafa haft lögheimili í 6 mánuði áður en ég fæði á Íslandi og þurfti því að afhenta Tryggingastofnun E-104 sem ég fékk afhent í Danmörku hjá Kommúnunni þar. Nánari Upplýsingar um þetta veitir væntanlega Tryggingastofnun.
Kær kveðja,
Birna