Spurt og svarað

01. október 2007

Að fæða á Íslandi - ný ábending

Okkur á ljosmodir.is hefur borist góð ábending til víðbótar við svar um að "Fæða á Íslandi" og þökkum við kærlega fyrir hana.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmodir og hjúkrunarfræðingur.
1. október 2007.


 

Vildi bara benda á vegna fyrirspurnar hér efst um konuna sem vildi fæða á Íslandi. Hún er ekki sjúkratryggð á Íslandi ef hún er með lögheimili í Danmörku sem hún væntanlega er með vegna þess að hún býr þar og verður því að biðja um E-104 í Danmörku til að hafa með meðferðis til Íslands, annars þarf hún að borga háa fjárhæð fyrir alla læknismeðferð hér. Maður þarf nefnilega að vera með lögheimili í a.m.k 6 mánuði á Íslandi til að detta aftur inn í Íslenska sjúkratryggingakerfið. Það er væntanlega það sem hún hefur verið að velta fyrir sér líka. Var sjálf að flytja frá Danmörku, komin 5 mánuði á leið og mun því ekki hafa haft lögheimili í 6 mánuði áður en ég fæði á Íslandi og þurfti því að afhenta Tryggingastofnun E-104 sem ég fékk afhent í Danmörku hjá Kommúnunni þar. Nánari Upplýsingar um þetta veitir væntanlega Tryggingastofnun.
Kær kveðja,
Birna
 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.