Að verða hagstæðari

15.08.2010

Góðan dag.

Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé hægt að hafa áhrif á legháls þannig að hann verði hagstæðari, gera einhverjar æfingar t.d. rugga sér á hækjum sér, borða einhvern ákveðinn mat eða slíkt. Ég hef heyrt að það hjálpi til að stunda kynlíf því það sé eitthvað í sæðinu sem mýki leghálsinn. Er það satt? Það er reyndar ekki í boði fyrir mig að fá kynlíf þar sem maðurinn minn meikar það ekki svona langt gengin á leið. En gæti fullnæging haft áhrif? Er búin að vera með mikla fyrirvaraverki en allir þessir samdrættir hafa ekki áhrif á leghálsinn ennþá, hann er enn 2 cm og lokaður og ekki farinn að mýkjast.

Er ekkert hægt að gera nema bíða?

Kveðja, Ein mjög þreytt verðandi móðir!


Sæl og blessuð!

Kíktu endilega á bæklinginn „Lengd meðganga“ - einn af nýju bæklingunum í bæklingaröð Ljósmæðrafélagsins hér á síðunni. Þar finnur þú svör við þessum spurningum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
15. ágúst 2010.