Spurt og svarað

15. ágúst 2010

Að verða hagstæðari

Góðan dag.

Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé hægt að hafa áhrif á legháls þannig að hann verði hagstæðari, gera einhverjar æfingar t.d. rugga sér á hækjum sér, borða einhvern ákveðinn mat eða slíkt. Ég hef heyrt að það hjálpi til að stunda kynlíf því það sé eitthvað í sæðinu sem mýki leghálsinn. Er það satt? Það er reyndar ekki í boði fyrir mig að fá kynlíf þar sem maðurinn minn meikar það ekki svona langt gengin á leið. En gæti fullnæging haft áhrif? Er búin að vera með mikla fyrirvaraverki en allir þessir samdrættir hafa ekki áhrif á leghálsinn ennþá, hann er enn 2 cm og lokaður og ekki farinn að mýkjast.

Er ekkert hægt að gera nema bíða?

Kveðja, Ein mjög þreytt verðandi móðir!


Sæl og blessuð!

Kíktu endilega á bæklinginn „Lengd meðganga“ - einn af nýju bæklingunum í bæklingaröð Ljósmæðrafélagsins hér á síðunni. Þar finnur þú svör við þessum spurningum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
15. ágúst 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.