Bað eftir keisara

25.01.2008

Er í lagi að fara i bað ef skurðurinn er gróinn? Er einhver hætta út af leginu ef útferð er ekki alveg búin upp á sýkingar?


Sæl!

Já það ætti að vera í lagi að fara í bað, það er alltaf gott að passa upp á að baðkarið sé hreint sér í lagi ef úthreinsun er ekki lokið.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. janúar 2008.