Belgjalosun

24.01.2005

Góðan daginn.

Mig langar að forvitnast hjá ykkur, hvort ljósmæður sem eru á heilsugæslustöðvunum þar sem maður er í skoðun geti losað um belginn hjá konum ? Eða er það bara gert á fæðingardeildinni?

Kveðja frá einni sem er farin að huga að fæðingunni.

...........................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Það hefur lengi tíðkast að losa um belgi til að framkalla fæðingu.  Rannsóknir sýna að losun um belgi fyrir 41 viku hefur ekki borið árangur til að koma fæðingu af stað. Það er rétt að benda á það að mörgum konum þykir þetta mjög óþægilegt, margar konur finna fyrir óreglulegum samdráttum og jafnvel verkjum í kjölfarið og árangurinn af belgjalosun er mjög mismunandi.  Þetta þýðir að belgjalosun getur í raun valdið konunni óþægindum, þreytu og svefnleysi án þess að framkalla fæðingu, ásamt því að konur hafa ákveðnar væntingar fyrir að vera byrjaðar í fæðingu án þess að svo sé.  

Yfirfarið 28.október 2015