Spurt og svarað

31. mars 2010

Bráðakeisari með annað barn - Keisari í þriðja?

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef!

Ég hef verið að fara í gegnum fyrirspurnir til ykkar og ekki fundið svar við nákvæmlega því sem ég hef verið að velta fyrir mér. Ég átti fyrsta barnið mitt eðlilega (fæðingin gekk þó ekkert sérstaklega vel) en allt fór vel. Ég var svo sett af stað líka með annað barnið mitt. Sú byrjun á fæðingu gekk mun betur síðast, allt eftir bókinni að mér fannst, komin í 9 í útvíkkun 2,5 klst eftir að ég fékk dreypi, náði að anda mig í gegnum hríðarnar, algjör draumur miðað við fyrri reynslu. En svo féll hjartslátturinn hjá barninu niður aftur og aftur í hríðum og það náði ekki að komast alveg niður í grindina. Mér var rúllað inn á skurðstofu með látum og 3 mínútum seinna var barnið komið út. Ég var sem sagt svæfð mjög snögglega og skorin frá nafla og niður að lífbeini og barninu komið út með naflastrenginn fjórvafinn um hálsinn. Þetta var auðvitað mikið áfall fyrir okkur foreldrana en fór allt vel og frábær viðbrögð hjá fæðingalækninum því mér skilst að ekki hafi mátt miklu muna. Nú hef ég heyrt að konur fá sjaldan að fæða eftir 2 keisara. En svo hef ég líka heyrt að konur sem eru skornar svona lóðrétt eins og ég megi ekki fæða eðlilega vegna meiri hættu á legrofi en þær sem hafa bikínískurð. Við maðurinn minn erum að velta þriðja barninu fyrir okkur og hann vill hreinlega að ég fari í fyrirfram ákveðinn keisara sökum erfiðra upplifana í báðum fæðingum áður. En mig langar í góða eðlilega fæðingu eins og önnur fæðingin stefndi í.

Takk fyrir. Með bestu kveðju.


Sæl og blessuð!

Það er best fyrir þig að fara yfir þetta mál með fæðingarlækni sem þarf þá að hafa aðgang að fyrri mæðraskrám og aðgerðarlýsingu úr keisaranum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
31. mars 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.